Staðgreiðsla opinberra gjalda
Fimmtudaginn 11. maí 1989

     Sighvatur Björgvinsson:
    Herra forseti. Málið snýst um það hvort forsvarsmenn atvinnufyrirtækja eiga að líta á staðgreiðslur launafólks og söluskatt sem neytendur hafa greitt sem ráðstöfunarfé fyrirtækja sinna með sama hætti og bankalán og lánveitingar þeirra sem hafa veitt fyrirtækinu fjárhagslega fyrirgreiðslu. Ég segi já.