Staðgreiðsla opinberra gjalda
Fimmtudaginn 11. maí 1989

     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson):
    Virðulegi forseti. Það skal vera innan við hálfa mínútu.
    Eins og fram hefur komið er ég eindregið þeirrar skoðunar að þingið sé að gera mikil mistök með því að samþykkja þetta frv. og málið hafi ekki verið skoðað nægilega vel og ég vil þess vegna beina þeim eindregnu tilmælum til hv. fjh.- og viðskn. að hún athugi þetta mál á ný á milli 2. og 3. umr.