Tekjustofnar sveitarfélaga
Föstudaginn 12. maí 1989

     Árni Gunnarsson:
    Herra forseti. Við 2. umr. þessa máls flutti hv. þm. Geir H. Haarde brtt. þar sem gert var ráð fyrir að ekki yrðu lögð aðstöðugjöld á sláturhús og mjólkurbú. Ég greiddi atkvæði gegn þeirri tillögu vegna þess að ég taldi að sláturhús væru þannig á vegi stödd fjárhagslega að þau gætu ekki borið þetta aðstöðugjald. Nú hefur þessari tillögu hins vegar verið breytt og hún snýst eingöngu um mjólkurbú sem mörg hver búa við góðan hag. Ég segi já.