Tilhögun þingfundar og dagskrá
Föstudaginn 12. maí 1989

     Þorsteinn Pálsson:
    Frú forseti. Ég hef fullan skilning á því að ekki sé verið að taka tíma í kosningar nú til þess að umrædd utandagskrárumræða geti hafist. Ég vil stuðla að því. En fyrst það er ástæðan fyrir því að kosningarnar eru ekki í upphafi þessa fundar, þá vil ég inna eftir því hvort ætlunin sé að hafa þær í lok fundarins þegar utandagskrárumræðunni er lokið.