Röðun á mælendaskrá
Föstudaginn 12. maí 1989

     Júlíus Sólnes:
    Hæstv. forseti. Ég er svolítið hissa á því hvernig þessar umræður hafa þróast, þ.e. hvernig ræðumönnum hefur verið raðað upp. Ég taldi að ég hefði beðið um orðið með fyrstu mönnum, strax og málshefjandi, hv. þm. Guðrún Agnarsdóttir, hóf mál sitt. Það hefur tíðkast yfirleitt hér í þinginu að raða ræðumönnum á mælendaskrá eftir flokkum. Við höfum horft upp á eina tvo eða þrjá sjálfstæðisþingmenn tala hér og síðan kom upp áðan hv. þm. Stefán Valgeirsson sem ég hafði ekki séð að væri á mælendaskránni. Ég vildi aðeins lýsa yfir óánægju minni yfir þessu, hæstv. forseti.