Leigubifreiðar
Miðvikudaginn 17. maí 1989

     Stefán Valgeirsson:
    Herra forseti. Ég þekki þarna til mála þó að ég vilji ekki nefna staðinn sem við er átt. Ég mælist til þess að hæstv. samgrh. reyni að leysa þetta mál vegna þess að ég þekki að þarna er búið að vera 30 ára stríð. Það leysist áreiðanlega ekki á næstu tveimur árum og þá verður þarna vandræðaástand. Það er ekki nóg að segja ,,til bráðabirgða`` heldur að ráðherra sé heimilt að veita undanþágu þar sem svo stendur á að tvö félög eru á sama svæði. Þá er verið að girða fyrir að hægt verði að stofna tvö félög þar sem þau eru ekki nú, en það mundi leysa þetta vandræðamál.