Réttur til fiskveiða í landhelgi Íslands
Miðvikudaginn 17. maí 1989

     Landbúnaðarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon):
    Herra forseti. Þó að allir hv. þm. séu án efa sammála um að það sé nauðsynlegt að við eigum sem best samskipti við okkar næstu granna á þessu sviði hef ég um það efasemdir að þessi ákvörðun ein og sér sé skynsamleg við þær aðstæður sem uppi eru í þeim samskiptum. Við höfum átt góð samskipti við þá þrátt fyrir að ákvæði hafa verið eins og raun ber vitni um þetta tiltekna atriði í okkar samskiptum og ég sé ekki neitt sem hindrar að svo geti orðið áfram og styð því þá tillögu að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar á þessu stigi og segi já.