Þingfararkaup alþingismanna
Miðvikudaginn 17. maí 1989

     Forseti (Hjörleifur Guttormsson):
    Forseti vill benda á að tími er nú nokkuð fram liðinn, komið fram á venjulegan kvöldmatartíma. Samt er það enn ásetningur forseta að ljúka störfum með atkvæðagreiðslu á þessum fundi, setja nýjan fund og taka þar fyrir mál, einnig með atkvæðum. Þetta er hins vegar orðið á mjög tæpu vaði og það er undir því komið hvort samvinna verður um það við hv. þingdeild að menn komist hjá því að halda kvöldfund sem boðaður verður ef mál dragast hér.