Þinglýsingalög
Miðvikudaginn 17. maí 1989

     Forseti (Óli Þ. Guðbjartsson):
    Forseti var einungis að greina frá því sem hafði verið ætlun forseta þessarar deildar eins og málið var lagt fyrir í hendur varaforseta, en ekki í rauninni að taka afstöðu til þess. Út af fyrir sig getur forseti alveg fallist á þau rök sem hér er um að ræða ef það er vilji manna almennt að svo sé gert þannig að atkvæðagreiðslu um 2., 3. og 4. dagskrármálið verði frestað. Hins vegar endurtek ég að umræðum um 2., 3. og 4. dagskrármálið er lokið.