Viðskipti á hlutabréfamarkaði
Fimmtudaginn 18. maí 1989

     Guðmundur H. Garðarsson:
    Virðulegi forseti. Ég vildi aðeins fá að koma að einni stuttri athugasemd vegna orða hæstv. ráðherra um að á þessu þingi hafi verið sett rammalöggjöf um verðbréfa- og hlutabréfaviðskipti. Þetta er alveg rétt. Ég vil vekja athygli á því að þetta verk, þ.e. undirbúningur að setningu þessarar löggjafar, hófst í tíð ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar og þetta var eitt af meginmarkmiðum þessarar ríkisstjórnar. Þannig að núv. hæstv. viðskrh. hefur þar verið að framkvæma eitt af þeim verkum sem við höfðum áformað á sínum tíma.