Kosningar, nefndarstörf o.fl.
Fimmtudaginn 18. maí 1989

     Hreggviður Jónsson:
    Hæstv. forseti. Laun ríkisstjórnarinnar fyrir hönd Aðalheiðar í hækkun á álagningu skatta í vetur og stuðning flokksbrots Borgfl. á þingi við framgöngu fjölda mála er nú verðlaunaður með setu í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins og í Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Ég vil óska hæstv. forsrh. til hamingju með opinberan meiri hluta á Alþingi, sem ég geri ráð fyrir að boði nýja ríkisstjórn í sumar með þátttöku flokksbrots Borgfl., nema þeir séu fengnir á útsölumarkaði, hver veit.
    Kosning þessi er aðeins staðfesting á því að þingmenn Borgfl. hafa ákveðið að skríða út úr holunum og narta í fyrsta ostbitann hjá ríkisstjórninni. Blekkingunni er lokið. Vinstri stefna Borgfl. og stuðningur við ríkisstjórnina eru afhjúpuð.