Skógrækt
Föstudaginn 19. maí 1989

     Frsm. landbn. (Skúli Alexandersson):
    Herra forseti. Nefndin hefur fjallað um frv. sem var til mikillar umfjöllunar í Nd. og kom þaðan mikið minna frv. en þegar það var lagt fram í þeirri hv. deild. Hér er aðeins verið að fjalla um að staðsetja höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins á Hallormsstað.
    Landbn. Ed. mælir öll með því að frv. verði afgreitt. Undir nál. skrifa auk mín Guðrún Agnarsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Egill Jónsson, Karvel Pálmason, Jón Helgason og Þorv. Garðar Kristjánsson.