Staðgreiðsla opinberra gjalda
Föstudaginn 19. maí 1989

     Eyjólfur Konráð Jónsson:
    Herra forseti. Ég get verið stuttorður. Ég tek undir hvert orð sem frsm. nefndarinnar allrar viðhafði um þetta mál. Ég vil aðeins geta þess að nefndin vann mjög mikið í þessu máli eins og öðrum og það er rétt að það skýrðist við hvern fund sem við héldum og eftir því sem við fengum fleiri viðmælendur og fleiri gögn og umsagnir urðu menn sannfærðari en áður um að þetta væri algert nauðsynjamál ef ekki ætti illa að fara á peningamarkaði þessarar þjóðar og saklaust fólk að verða fyrir stóráföllum.
    Það er mjög mikið fagnaðarefni að þessi hv. nefnd og væntanlega hv. deild geti sameinast um að afgreiða þetta mál og láta allar deilur um það niður falla. Við vorum sammála undir lokin og erum það og því fagna ég.