Afgreiðsla mála úr nefndum
Föstudaginn 19. maí 1989

     Forseti (Jón Helgason):
    Það hefur verið boðaður fundur kl. 4 með forsetum og formönnum þingflokka til að fjalla um mál nú. Dagskrá þessa fundar var tæmd og ég ætlaði að fara að slíta honum. Meiningin var að setja stuttan fund og afgreiða þá mál sem voru til umræðu á fyrri fundi. Ég tek undir það, sem hv. 2. þm. Norðurl. e. sagði, að það hefur verið gott samstarf hér í deildinni og mál gengið vel. En meiningin var síðan að fresta fundi til kl. hálffimm til þess m.a. að fjalla um það sem hv. 2. þm. Norðurl. e. var að benda hér á.