Afgreiðsla mála úr nefndum
Föstudaginn 19. maí 1989

     Stefán Guðmundsson:
    Herra forseti. Ég vil aðeins svara hv. þm. Halldóri Blöndal. Hann vék sér að mér áðan og spurði mig að því hverju það sætti að það yrði ekki haldinn fundur í sjútvn. deildarinnar um það tiltekna mál sem þá var hér verið að afgreiða. Ég svaraði honum þá að það hefði enginn talað um það við mig að boða fund í sjútvn. út af þessu máli og við það stend ég. Allar aðdróttanir hv. þm. um að sjútvrh. hafi eitthvað komið að þessu máli eru alveg út í loftið og ástæðulaust að vera með einhverjar getsakir á sjútvrh. í þessum efnum. Einfaldlega hafði enginn talað við mig og óskað eftir því að það yrði haldinn fundur í sjútvn. um þetta mál. Svo einfalt er þetta mál, hv. þm.