Leigubifreiðar
Föstudaginn 19. maí 1989

     Jóhann Einvarðsson:
    Hæstv. forseti. Vegna þeirra orða sem ég lét falla hérna við 1. umr. málsins vil ég taka fram að ég átti kost á að sitja fund samgn. þar sem farið var yfir þetta mál og ég er sáttur við brtt. sem kemur frá nefndinni og get fullvissað deildarmenn um að báðir aðilar sem hlut eiga að máli í því sambandi eru ásáttir með þessa niðurstöðu.
    Ég vildi líka taka undir orð fyrri ræðumanns að það þyrfti að koma nánari skýring á því í reglugerð hvað það er að eiga bifreið. Ég veit að það er vandamál hjá nokkuð stórum hópi manna sem eiga og reka sína bíla að þeir eru skráðir á kaupleigufyrirtæki og eru mennirnir ekki í reynd fullkomnir handhafar og rétthafar þeirrar bifreiðar þó að í skráningu sé getið um að þeir séu eigendur annarra bíla.
    En aðalatriðið var að ég vildi lýsa því yfir að ég er ásáttur við brtt. sem kemur við bráðabirgðaákvæðið í 14. gr.