Leigubifreiðar
Föstudaginn 19. maí 1989

     Landbúnaðarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon):
    Herra forseti. Varðandi það atriði sérstaklega hvað sé við átt þegar sagt er að menn skuli eiga sína bíla, þá hef ég lagt þann skilning í að þar með væri fyrst og fremst verið að útiloka að menn stunduðu þennan atvinnurekstur á bílum í annarra eigu, sem sagt hreinum láns- eða leigubílum sem væru í eigu annarra manna en þetta ákvæði útiloki ekki þá sem hafa keypt sína bíla eða eru að kaupa sína bíla með þeim tiltekna hætti sem hér var spurt um. Ég trúi ekki öðru en að sú túlkun standist að öllu leyti, enda alls ekki ætlunin að mismuna mönnum hvað það snertir og að í skilningi þessara laga teldust það fullnægjandi yfirráð yfir bifreiðinni þó að um þannig kauptilhögun væri að ræða.