Meðferð máls í þingnefnd
Föstudaginn 19. maí 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Af þessu tilefni skal það tekið fram að það er skoðun forseta að reglan eigi að vera sú að taka afstöðu til mála í nefndum. Vitanlega er það svo og hefur verið á undanförnum þingum að ýmis frumvörp fá ekki afgreiðslu í nefndum og þá yfirleitt vegna þess að nefndin hefur tekið þá afstöðu.