Lánskjör og ávöxtun sparifjár
Föstudaginn 19. maí 1989

     Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):
    Herra forseti. Á þskj. 1269 liggur fyrir álit meiri hl. fjh.- og viðskn.
    ,,Nefndin hefur athugað frumvarpið á fundum sínum og telur að í því sé að finna mjög þarfa ábendingu um afnám lánskjaravísitölu.
    Ríkisstjórnin hefur ákveðið í stjórnarsáttmála sínum að koma í veg fyrir víxlhækkun verðlags og lánskjara. Það verður ekki gert nema með afnámi lánskjaravísitölu. Þess vegna leggur nefndin til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.``
    Undir þetta rita Páll Pétursson, Guðmundur G. Þórarinsson, Ragnar Arnalds og Matthías Bjarnason með fyrirvara.