Manneldis-og neyslustefna
Föstudaginn 19. maí 1989

     Þorv. Garðar Kristjánsson:
    Hæstv. forseti. Ég leyfi mér að efast um að till. hafi verið samþykkt. Það eru ekki nema tuttugu sem segja já. En ef það hefðu bara tveir sagt já hefði þá till. verið samþykkt? Eða einn? Ég hygg að það verði að líta svo á að það verði að segja já eða nei helmingur þingsins til þess að um formlega afgreiðslu sé að ræða. Við sjáum að ef við fylgdum annarri reglu væri hægt að samþykkja sem ályktun Alþingis með nafnakalli með einu jái ef allir aðrir sætu hjá.