Málefni aldraðra
Laugardaginn 20. maí 1989

     Guðrún Agnarsdóttir:
    Hæstv. forseti. Aðeins nokkur orð til að þakka mjög ánægjulegt og málefnalegt samstarf í hv. heilbr.- og trn. í vetur. Þar hefur samstarfið verið með þeim hætti sem best gerist, fullt af velvilja og samlyndi og löngun til að finna sanngjarnar og réttlátar niðurstöður í hverju máli og mætti oftar vera svo á þingi.
    Varðandi það mál sem hér er til umræðu hefur okkur kvennalistakonum, bæði í nefnd sem fullgildir aðilar og áheyrnaraðilar, tekist að koma þeim meginbreytingum að sem okkur þóttu vera nauðsynlegar og þá í nafni nefndarinnar allrar. Ég er samþykk þeim breytingum sem gerðar voru í Nd. og voru þar uppgötvaðar af hv. þm. Geir H. Haarde sem var virkur í að semja frumvarp um staðgreiðslu skatta sem hér er nýtt af nálinni og nýbyrjað að taka í notkun. Hann sá fljótlega að þarna var um tvísköttun að ræða.
    Ég vil bara láta koma fram hér að ég er samþykk þessum breytingum og styð málið.