Framhaldsskólar
Laugardaginn 20. maí 1989

     Frsm. meiri hl. menntmn. (Eiður Guðnason):
    Herra forseti. Í meðförum Nd. varð smávægileg breyting á frumvarpi til laga um framhaldsskóla. Skylt er að geta þess að ekki hefur verið haldinn fundur í menntmn. um þetta mál sérstaklega. Ég hef hins vegar haft samráð við einstaka nefndarmenn og um það er ekki ágreiningur að mæla með þessari brtt. sem nefndarmenn telja jákvæða, en hins vegar er afstaða manna í nefndinni óbreytt frá því sem áður var.
    Nefndin leggur til að till. verði samþykkt.