Málefni aldraðra
Laugardaginn 20. maí 1989

     Frsm. meiri hl. heilbr.- og trn. (Jón Sæmundur Sigurjónsson):
    Virðulegi forseti. Ég vil fyrir hönd meiri hl. heilbr.- og trn. bera fram brtt. við þá brtt. sem var flutt rétt áðan. Brtt. hljóðar á þessa leið:
    ,,Við brtt. á þskj. 1250. Síðasti málsl. 1. efnismgr. falli brott.``
    Efnislega þýðir þetta að það gjald sem meiningin er að krafist verði verði ekki innheimt á þessu ári. Í samræmi við þetta breytist 31. gr. sem orðist þá svo:
    ,,Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1990 og falla þá úr gildi lög nr. 91 frá 31. des. 1982, með síðari breytingum.
    Lög þessi skal endurskoða innan fimm ára frá gildistöku þeirra.``
    Á eftir 31. gr. bætist við svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:
    ,,Á árinu 1989 er fjmrh. heimilt að veita viðbótarframlag til Framkvæmdasjóðs aldraðra úr ríkissjóði að upphæð 40 millj. kr. svo að heildarfjárveiting til sjóðsins nemi samtals 200 millj. kr. á þessu ári.``