Málefni aldraðra
Laugardaginn 20. maí 1989

     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Ég var fjarverandi afgreiðslu þingflokks Framsfl. á þessu máli og satt best að segja undrar mig að maður geti átt von á því að í lögum til heilbrigðismála séu bæði tekin fyrir fjáraukalög og skattalög og virðist þá fátt sem mönnum dettur ekki í hug að setja saman í lagatexta. Ég treysti mér ekki til að standa að þeirri ákvörðun að gerbreyta grunni staðgreiðslukerfisins eins og verið er að gera með því að taka nefskattana upp á nýjan leik. Ég segi því já.