Málefni aldraðra
Laugardaginn 20. maí 1989

     Hreggviður Jónsson:
    Hæstv. forseti. Með samþykkt 10. gr. þessara laga hefur verið tekin upp stefna sem kjósendum var lofað að fallið yrði frá með staðgreiðslukerfi skatta. Hér eru á ferðinni í senn skattalög og fjáraukalög. Þingmenn ríkisstjórnarinnar sem standa einhuga að þessari skattahækkun hafa enn einu sinni steytt hnefana framan í almenning í landinu. Frjálslyndi hægri flokkurinn og öll stjórnarandstaðan stendur einhuga gegn skattsvikum ríkisstjórnarinnar. Þingmaðurinn segir nei.