Vaxtalög
Laugardaginn 20. maí 1989

     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. Nd. (Páll Pétursson):
    Frú forseti. Ég vil láta koma fram að ég ætla að styðja brtt. hv. 10. þm. Reykn. og 6. þm. Norðurl. e. Þessi umdeildu orð ,,á óréttmætan hátt`` fyrirfinnast ekki í íslenskum lögum á öðrum stað en í þessari tilteknu grein seðlabankalaga þannig að sú röksemd að þessi ,,frasi`` þurfi að standa í lögum stenst ekki því að hvergi í lagasafninu er tekið til orða með þeim hætti til mildunar á refsiákvæðum. Að vísu er orðið ,,óréttmætur`` á einum stað enn í íslenskum lögum. Það er í fullgildingu á Parísarsamþykkt frá 1961 um verslun með iðnvarning. Ég tel sem sagt að sú niðurstaða að fella þessi orð út hafi verið rétt og ég ætla að halda mig við það.