Vaxtalög
Laugardaginn 20. maí 1989

     Frsm. fjh.- og viðskn. Ed. (Eiður Guðnason):
    Ekki skal nú sett á löng ræða um þessi þrjú orð, nóg er búið að segja þar. En það er algjör misskilningur hjá hv. 4. þm. Norðurl. v. að þessi orð veiki lagatextann með einhverjum hætti. Það er grundvallarmisskilningur. Erindi mitt hingað í þennan ræðustól var aðeins að ítreka það og leggja áherslu á að í fjh.- og viðskn. Ed. var algjör samstaða allra nefndarmanna um að þessi orð skyldu standa.