Ferill 61. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


111. löggjafarþing 1988–1989.
Nr. 21/111.

Þskj. 1258  —  61. mál.


Þingsályktun

um athugun á útboðum opinberra rekstrarverkefna.


    Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra í samráði við aðra ráðherra að láta kanna tilhögun á útboðum opinberra rekstrarverkefna sem hér segir:
     1.      Á hvaða sviðum og í hve miklum mæli slíkum útboðum hafi verið beitt hjá ríkinu og stofnunum þess á næstliðnum áratug.
     2.      Hvaða reynsla hefur fengist af slíkum útboðum, m.a. með tilliti til kostnaðar miðað við sambærileg verkefni sem unnin hafa verið án útboðs.
     3.      Á hvaða sviðum ríkisrekstrar rétt þyki og hagkvæmt að efna til slíkra útboða og hvaða sjónarmiða skuli gæta við val slíkra útboðsverkefna.
    Niðurstöður könnunarinnar skulu lagðar fyrir Alþingi sem skýrsla.

Samþykkt á Alþingi 18. maí 1989.