Kosning í fastanefndir skv. 15. gr. þingskapa
Fimmtudaginn 12. október 1989


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Ég vildi áður en fundi lýkur vekja athygli hv. þm. á 15. gr. þingskapa Alþingis þar sem segir m.a.:
    ,,Fastanefndir þingsins skulu leitast við að skipa afgreiðslu þingmála í tímaröð svo að verkefni þingfunda í sameinuðu þingi og þingdeildum megi, eftir því sem við verður komið, dreifast sem jafnast á þingtímann.`` Síðan bendi ég á 17. gr.: ,,Sá kveður þingnefnd saman í fyrsta sinn, er fyrst var kosinn, og lætur kjósa formann, varaformann og skrifara nefndarinnar.``