Tilkynning um utandagskrárumræðu
Mánudaginn 16. október 1989


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir):
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti tilkynna að að loknu 4. dagskrármáli fer fram umræða utan dagskrár að beiðni hv. 2. þm. Norðurl. v., Pálma Jónssonar, um meðferð ríkisfjármála án heimilda Alþingis. Sú umræða fer fram skv. síðari mgr. 32. gr. þingskapa og verður án tímamarka. Það er þó ætlan forseta að þessari utandagskrárumræðu ljúki fyrir venjubundin fundarlok á mánudegi, þ.e. fyrir kl. 5 er þingflokksfundir hefjast, en takist það ekki, þá verður að ljúka þessari umræðu á kvöldfundi. Gert er ráð fyrir að byrja þá að nýju kl. 6 og sjá svo til hvernig gengur með fundarstörfin.