Forseti (Salome Þorkelsdóttir):
    Nú hefst umræða utan dagskrár að beiðni hv. 2. þm. Norðurl. v., Pálma Jónssonar, um meðferð ríkisfjármála án heimildar Alþingis. Umræðan fer fram samkvæmt síðari mgr. 32. gr. þingskapa og verður án tímamarka.
    Forseti vill endurtaka það sem sagt var í upphafi þessa fundar að það er ætlan að þessari utandagskrárumræðu geti lokið fyrir venjubundin fundarlok, þ.e. fyrir kl. 5 en þá hefjast þingflokksfundir. En takist það ekki þá mun fundur hefjast að nýju kl. 6 og síðan verður þá séð til hvernig framhaldið verður en gæti orðið kvöldfundur.