Forseti (Salome Þorkelsdóttir):
    Nú er aðeins einn á mælendaskrá svo að forseti stendur frammi fyrir því að ákveða hvort eigi að freista þess að ljúka þessum fundi innan tíðar eða hvort fleiri kveðja sér hljóðs og við verðum þá að halda áfram í kvöld, þannig að ef einhverjir aðrir biðja um orðið nú á þessari stundu, þá held ég að forseti freisti þess að gefa þessum eina ræðumanni orðið og þrátt fyrir það þó við verðum hér eitthvað fram undir kl. 8 og gerum þá ráð fyrir að fundinum ljúki með því. --- Það koma engar athugasemdir fram við þetta og tekur þá hv. 2. þm. Norðurl. e. til máls.