Egill Jónsson:
    Virðulegi forseti. Það vekur nokkra eftirtekt að forustumaður Framsfl. í fjvn. leggur hér fram fsp. um greiðslur eða uppgjör á greiðslum til bænda vegna jarðræktar- og búfjárræktarlaga. Reyndar veit ég mætavel um áhuga hans í þeim efnum og það er fjarri því að ég telji að hér sé um einhverja yfirborðsmennsku að ræða af hans hendi.
    Ég vil hins vegar vekja sérstaka athygli á því sem hér hefur ekki komið fram að við afgreiðslu lánsfjárlaga voru gefnar mjög skýrar yfirlýsingar, og eins við afgreiðslu búfjár- og jarðræktarlaga á sl. vetri, um þessi uppgjör. Skýrast var mál þessara tveggja hv. þm., hæstv. landbrh. og hv. 1. þm. Vesturl., um þessi efni sem var að því leyti algerlega afdráttarlaust að þegar búið væri að breyta jarðræktar- og búfjárræktarlögum, þá yrði gert upp við bændur landsins þannig að það sem síðar hefur komið fram og hæstv. landbrh. áréttaði hér sérstaklega áðan, að það ætti að dreifa þessum greiðslum á 2--3 ár, eru hrein brigð ef málið verður látið ganga þannig fram.