Halldór Blöndal:
    Hæstv. forseti. Ég vil vekja athygli á því að hæstv. landbrh. sagðist hafa staðið við þau fyrirheit sem hann hefur gefið loðdýrabændum. Það væri fróðlegt að fá nánari upplýsingar um það atriði, hann hefur tækifæri til þess síðar á þessum fundi.
    Ég vil líka, hæstv. forseti, vekja athygli á því að skv. fjárlögum á ekki að standa við þau fyrirheit í sambandi við virðisaukaskatt sem ríkisstjórn hefur gefið og hæstv. forsrh. í sinni stefnuræðu, þannig að það er mikill misskilningur hjá hæstv. ráðherra að eitthvað standi eftir af því sem fyrirheit hefur verið gefið um til bænda.