Þátttaka varnarliðsins í gerð þjóðvega
Fimmtudaginn 26. október 1989


     Landbúnaðarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon):
    Virðulegur forseti. Af þingræðislegum ástæðum vil ég ekki greiða atkvæði gegn því að þetta mál fái þinglega meðferð þó að mér sé það að sjálfsögðu skapi næst og að fylgja í því efni fordæmi hv. 2. þm. Norðurl. e. Samvisku minni er hins vegar svo háttað í þessu máli að ég get með engu móti greitt því atkvæði. Ég tel reyndar flutning þingmálsins hneisu og áfall fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Mér er því ekki kleift samvisku minnar vegna að greiða því atkvæði að þetta mál fái frekari vegferð hér í þinginu og sit því hjá, greiði ekki atkvæði.