Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði
Miðvikudaginn 08. nóvember 1989


     Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir:
    Herra forseti. Ég var nú ekki áheyrandi að þessari fyrri umræðu um þetta mál sem mér skilst að hafi farið hér fram. Þetta mál var lagt fyrir þingflokk Borgfl. sem stjórnarfrv. Báðir ræðumenn sem hér hafa talað vita það náttúrlega að við erum aðilar að þessari stjórn og frv. var afgreitt sem slíkt.
    Hins vegar er það ekkert launungarmál að ég hef verið fylgjandi þessu frv. Ég greiddi því atkvæði í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, þeir sleppa því báðir. Ég greiddi því aftur atkvæði í fyrra. Í fyrra skiptið sem ég greiddi því atkvæði var það með fullri vitund þáv. formanns Borgfl. Í fyrra greiddi ég því atkvæði upp á mitt eindæmi. Eins og fyrrv. þm. Borgfl. veit þá var ætlunin aldrei sú að beita neinum alvarlegum handjárnum í Borgfl. Hvort einhver einstaklingur telur sig ekki geta greitt einhverju atkvæði, það vildum við láta óáreitt. Hvað viðkemur virðisaukaskattinum þá er hann alls ekki til umræðu og það er ekki tímabært að vera að fjalla um mál sem hann fyrr en þar að kemur.