Lánsfjárlög 1990
Þriðjudaginn 07. nóvember 1989


     Egill Jónsson:
    Herra forseti. Mér hefur sjálfsagt ekki tekist að tala nægilega skýrt svo hæstv. fjmrh. gæti gefið mér svör við því sem kom fram í máli mínu. Þess vegna ætla ég að endurtaka það með enn skýrari hætti en ég hef áður gert. Fsp. mín til ráðherrans er því þannig: Hyggst ráðherrann fara að fyrirmælum 28. gr. lánsfjárlaga 1989, þeirra sem nú eru í gildi, um uppgjör á ógreiddum framlögum til bænda á árinu 1988, eins og þar er kveðið á um? Ég held að það geti nú tæpast orkað tvímælis hvað hér er átt við og þessi fsp. sé fram sett með þeim hætti að hæstv. fjmrh. komist ekki hjá því að svara henni þannig að skiljanlegt sé.