Tilhögun þingfunda
Miðvikudaginn 08. nóvember 1989


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Áður en 1. málið verður tekið á dagskrá vill forseti greina frá því að í dag verður þinghald með þeim hætti að fundur í þessari hv. deild verður til kl. 4 þegar venjulegur þingflokkafundatími hefst. Þá verður fundi slitið og annar fundur boðaður kl. 6, þar sem fyrir verður tekið frv. um umhverfisráðuneyti en þannig stendur á með það mál að afbrigða er þörf til að það megi koma fyrir fundinn sem hefst kl. 6.