Fjármál og fjárveitingar ríkisstofnana
Fimmtudaginn 09. nóvember 1989


     Hreggviður Jónsson:
    Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. 10. þm. Reykv. fyrir þessa fsp. sem er bæði þörf og tímabær. Það væri fróðlegt og reyndar nauðsynlegt að sjá svar við þessum spurningum til lengri tíma, t.d. 8 ár aftur í tímann og gerð yrði ítarleg könnun um þessi mál. Ég tek undir þá fullyrðingu hv. 10. þm. Reykv. að þeim fyrirtækjum sem vel eru rekin sé refsað. Ég held að það sé tímabært að það sé innbyrðis hvati til þess að fyrirtæki sem standi sig vel haldi áfram að gera það. Og ég fullyrði það hér að það er tímabært að fjármál ríkisins séu tekin til ítarlegrar könnunar og ég vonast til að hæstv. fjmrh. standi fyrir því að gerð verði könnun með þessum hætti sem hér er spurt um þannig að þau fyrirtæki sem hafa staðið sig vel í mörg ár verði látin njóta þess.