Björgunarþyrla
Fimmtudaginn 09. nóvember 1989


     Fyrirspyrjandi (Ingi Björn Albertsson):
    Hæstv. forseti. Aðeins þetta. Ég fagna því ef á að taka þessi mál til heildarendurskoðunar og gera heildarúttekt. Ég vil eingöngu þá hvetja ráðherrann til að setja nú virkilegan kraft í þessa úttekt, þannig að málið dragist ekki enn frekar. Það hefur dregist úr hömlu nú þegar og við megum alls ekki bíða eftir því eins og málshátturinn segir, að barnið falli í brunninn áður en við grípum til aðgerða.