Fjáraukalög 1989
Fimmtudaginn 09. nóvember 1989


     Kristinn Pétursson:
    Hæstv. forseti. Af því að ég tók eftir því að hæstv. fjmrh. gleymdi að svara spurningu minni um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins og af því að hann stendur í mínus upp á 1 1 / 2 milljarð og ég vil meina að ríkissjóður geti ekki átt þetta sem eign og það sé búið að tekjufæra þetta hjá fiskvinnslunni, þá vil ég beina því til hans hvort hann vildi vera svo vænn að svara spurnigu minni um það --- af því að ég finn þetta hvorki í þessum fjáraukalögum né á fjárlögum fyrir næsta ár --- hvar þetta verði gjaldfært eða hvort hann telji það rétt bókhald að telja þetta sem eign þegar búið er að tekjufæra það hjá fiskvinnslunni og lýsa því yfir að þetta verði ekki rukkað inn.