Möguleikar Bláa lónsins
Mánudaginn 20. nóvember 1989


     Flm. (Níels Árni Lund):
    Virðulegi forseti. Ég vil í örstuttu máli þakka hv. þm., 16. þm. Reykv. og 10. þm. Reykn., fyrir góðar undirtektir þeirra og ítreka þá ósk mína að Alþingi sjái sér fært að samþykkja þessa till. og þar með verði hrundið af stað könnun á þessu, vil ég meina, mikla máli sem getur skipt sköpum bæði fyrir Suðurnes og Reykjanes og ekki síður fyrir landsmenn alla og verið innlegg í það að bæta aðstöðu okkar til að taka á móti m.a. ferðamönnum og auk þess að bæta aðstöðu þeirra sjúklinga sem þessa aðstöðu kunna að nota í framtíðinni.