Lánsfjárlög 1989
Þriðjudaginn 21. nóvember 1989


     Eyjólfur Konráð Jónsson:
    Herra forseti. Eins og öllum er kunnugt þá gekk erfiðlega að koma þessu máli til 3. umr. og þurfti raunar á minni hjálp og annarra góðra manna að halda til þess. Ég sé enga ástæðu til þess að knýja fram 3. umr. nú á þessu stigi og ætla a.m.k. ekki að taka neinn þátt í því að bjarga þessu máli. Stjórnarandstaðan tekur ekki afstöðu til þessa máls, þetta er eitt af þessum ,,sukkmálum`` þar sem ekki er hægt að botna yfirleitt í neinum tölum upp úr eða niður úr. Það hastar ekki neitt að knýja þetta mál fram og ég sé heldur ekki að það sé nokkur leið því ég veit ekki til að stjórnarsinnar mæti þannig á þingfundum að það sé yfirleitt hægt að koma málum í gegn nema með hjálp stjórnarandstöðu.