Lánsfjárlög 1989
Þriðjudaginn 21. nóvember 1989


     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson):
    Virðulegi forseti. Þeir sem hafa lesið nál. og sátu í fjh.- og viðskn. urðu þess mjög áskynja að stofnanir eins og Byggðastofnun, Hlutafjársjóður og Atvinnutryggingarsjóður lögðu mikla áherslu á það að frv. þetta kæmist í gegnum þingið. Það er sérstaklega fyrir Byggðastofnun því að þeir eru búnir að leita eftir tilboðum erlendis frá um lán og það bíða margir aðilar eftir því að fá þessi lán greidd frá Byggðastofnun.
    Ég legg á það áherslu að hv. Ed. afgreiði þetta frv. til Nd., ef þess er kostur, svo að Byggðastofnun og þær stofnanir sem fá lánsheimildir megi, eins fljótt og hægt er, fá heimild Alþingis til þess.