Virkjun við Búrfell
Fimmtudaginn 23. nóvember 1989


     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson):
    Virðulegi forseti. Þann tíma sem ég átti sæti í stjórn Landsvirkjunar, 1983--1988, sendu tveir iðnaðarráðherrar Sjálfstfl. inn í stjórn Landsvirkjunar frv. til laga um virkjun Búrfells II. Hv. þm. Þorsteinn Pálsson fór hér mikinn fyrir skömmu yfir því að það mætti ekki dragast að hrinda þessum virkjunum í framkvæmd. Ég vil gjarnan skilja eftir þessa spurningu hér fyrir formann Sjálfstfl. og forustu Sjálfstfl.: Hvernig stóð á því að tveir iðnaðarráðherrar Sjálfstfl. sem í valdatíð flokksins lögðu fyrir Landsvirkjun, sem Landsvirkjun afgreiddi síðan, fullbúin frv. um virkjun Búrfells II skiluðu þeim frv. aldrei inn á Alþingi?