Fyrirspyrjandi (Egill Jónsson):
    Virðulegi forseti. Því oftar sem hæstv. landbrh. kemur hingað upp, því verri verður hlutur hans í þessum málum. Í þessu plaggi sem ég vitna hér til frá viðskrn. er það tekið fram að til að ná þessum árangri fyrir einu ári síðan hafi þurft 120 millj. kr. og viðskrn. segir að til þess að ná þessum sambærilega árangri þurfi núna 150 millj. kr. Hvar er þessi ráðherra staddur og hvar er þessi ríkisstjórn stödd, þegar samgöngurnar á milli ráðuneytanna og ráðherranna eru ekki betri en svo að þar sem fjallað er um sömu verkefni og sömu tölur, þá tala þeir út og suður? Þeir hafa ekki einu sinni tölurnar réttar sem þeir eru að vinna með og hafa unnið með á sl. ári m.a.