Barnsburðarleyfi
Fimmtudaginn 23. nóvember 1989


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Vegna orða hæstv. ráðherra vill forseti upplýsa þetta: Allar fyrirspurnir eru lagðar fyrir forseta til samþykkis. Fyrirspurnin er síðan send viðkomandi ráðherra en forseti metur það auðvitað hvort fyrirspurn eigi rétt á sér eða ekki áður en hann sendir hæstv. ráðherrum hana. Það er hins vegar hæstv. ráðherra að segja til ef þeir telja sig ekki geta svarað spurningunni og þá yrði málið tekið upp að nýju við fyrirspyrjanda. En forseti vill leggja á það áherslu að það er óvenjulegt að það komi fram í svari hér í þingsal að ekki sé unnt að svara fyrirspurninni.
    Forseti vill varðandi þessa fsp. lýsa undrun sinni á því að þessar upplýsingar skuli ekki liggja fyrir og það var þá full ástæða til að taka við fsp. ef það mætti verða til þess að þessar upplýsingar verði aðgengilegar. En ég legg á þetta áherslu að ráðherrar fá fyrirspurnir sendar frá forseta. Telji þeir sig ekki geta svarað þeim þá ber þeim að tilkynna það.