Olíuleki frá birgðastöð á Bolafjalli
Fimmtudaginn 23. nóvember 1989


     Guðmundur H. Garðarsson:
    Virðulegi forseti. Það er örstutt. Ég vil vekja athygli á því að hv. þm. Kvennalistans talaði ætíð um varnarliðið, en hæstv. utanrrh. talaði um setuliðið. Ég vildi gjarnan fá að heyra frá hæstv. ráðherra hvað hann á við með því. Er hann að halda því fram að varnarliðið sé setulið á Íslandi? Ég hefði haldið að varnarliðið væri hér til að tryggja öryggis- og varnarmál Íslands og Atlantshafsbandalagsins, ekki sem setulið heldur varnarlið.