Málsókn á hendur Magnúsi Thoroddsen
Miðvikudaginn 29. nóvember 1989


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Vegna þessara orða hv. 6. þm. Norðurl. e. vill forseti leiðrétta: mál af þessu tagi sem forseti er í vafa um þótti mér vera of flókið til þess að ætlast mætti til af þingflokkum að þeir gætu tekið afstöðu til þess nema fá ítarlegar röksemdir fyrir áliti forseta. Þess vegna var formönnum þingflokka sent umrætt bréf og hv. fyrirspyrjanda að sjálfsögðu einnig.
    Forseti leitaði sér lögfræðilegs álits á málinu og geta það varla talist slæm vinnubrögð í þessu máli.