Málsókn á hendur Magnúsi Thoroddsen
Miðvikudaginn 29. nóvember 1989


     Árni Gunnarsson:
    Virðulegi forseti. Fyrri hluti þessarar fyrirspurnar gengur að mínu mati þvert á þau markmið sem felast í aðskilnaði löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdarvalds og Alþingi á sérstaklega að halda í heiðri og tryggja að séu virt. Með því að samþykkja fyrri hluta fyrirspurnarinnar er Alþingi að hafa óeðlileg afskipti af dómsmáli sem Hæstiréttur fjallar nú um. Ég segi ákveðið nei.